news

Útistöðvar og haustferð elstu barna

23 Sep 2017

Það er yfirleitt nóg að gera hjá okkur í Stekkjarási og síðustu dagar voru engin undantekning. Það sem sennilega hefur staðið upp úr voru útistöðvar í garðinum og haustferð sem elstu börnin okkar fóru í. Í haustferðinni var byrjað á að heimsækja Hellisgerði þar sem sögð var álfa- og tröllasaga, þá var gengið að Víðistaðasakóla þar sem boðið var upp á samlokur og ávexti fyrir hópinn. Eftir smá hvíld var stefnan tekin á Víðistaðatún þar sem hægt var að rannsaka umhverfið, fara í stöðvavinnu eða róla sér í aparólunni vinsælu. Útistöðvar voru svo í boði á miðvikudag í rigningar sudda svo það var tilvalið að taka út vatnsslöngu, drukkumalla svolítið og leika með vatn og sápu.