news

Starfsaldursviðurkenningar

06 Sep 2017

Á starfsmannafundi þann 5. september notuðum við tækifærið og veittum starfsaldursviðurkenningar. Þetta er hefð sem viðhöfð hefur verið lengi í skólanum og mikilvægur hluti í að þakka því starfsfólki sem hefur sýnt skólanum hollustu og með því orðið lykillin að stöðugum og sterkum starfsmannahópi.

Starfsfólk sem hefur unnið í þrjú ár: Ellen Dröfn, Anna Grazyna, Íris Ósk, Sigurbjörg Lára og Jana Hrönn.

Starfsfólk sem unnið hefur í fimm ár: Ásta Möller, Margrét Braga og Margrét Stefanía.

Starfsmaður sem unnið hefur í 10 ár Gundega Jaunlinina.