Sólgarður
04 Sep 2017
Halló gott fólk.
Nú er hægt að segja að aðlögun í Sólgarði sé afstaðin og allt að komast í fastar skorður.
Við erum að hefja skipulagt starf þ.e. stöðvavinnu, skógarferðir, gaman saman og elstu barnastarfið en við munum einnig vera mikið í útivist á meðan veðrið er svona ágætt. Eldri börnin munu fara í skógarferðir á miðvikudögum eftir hádegismat og þá sleppa hvíld þá daga. Yngri börnin munu fara fyrir hádegi á fimmtudögum. Þröskuldur hvað varðar veður og færð er að sjálfsögðu lægri fyrir yngri börnin. Stöðvavinnu (hópastarf) ætlum við að hafa á miðviku-, fimmtu- og föstudögum. Útskrifarárgangur alls skólans mun svo verða saman í ýmiskonar starfi, s.s. kóræfingum. Elstubarna kórinn mun troða upp við hin ýmsu tækifæri og hann mun einnig hitta vinakór tvisvar í vetur en það er kórinn á Hrafnistu. Helstu viðburðir elstubarnastarfsins verða auglýstir nánar þegar búið er að fastsetja þá.