news

Hugmyndir barnsins - verkefni dagsins

10 Nóv 2017

Þetta eru einkunnarorð leikskólans og vísa sterkt til starfsaðferða leikskólans en við horfum einmitt til Reggio Emilia með starfsaðferðir. Meginn áherslan er á að starfið með börnunum byggist á áhuga barnanna og viðfangsefnin séu á þeirra forsendum, lengd viðfangsefna hverju sinni sé eftir úthaldi barnanna og hlutverk starfsmanna sé að bjóða tækifæri. Við tölum um að kennararnir séu þrír: börn, starfsmenn og umhverfi þar sem allir hafa áhrif á alla. Við höfum fært starfið meira út úr skólanum en áður og eru skógarferðir orðnar fastur liður í starfi aldursblönduðu deildanna.