news

Bókaormurinn byrjar 2. október

02 Okt 2017

Bókaormurinn byrjar 2. október

Þeir foreldrar sem hafa átt börn hjá okkur á síðustu árum þekkja flestir bókaorm Stekkjaráss.

Fyrir þá sem ekki þekkja hann þá verður bókaormurinn til við það að foreldrar skrá niður á blað það sem þeir lesa fyrir börnin sín heima. Blöðin eru fest upp á vegg í leikskólanum og mynda orm, sem vex og dafnar með hverri bók sem lesin er.

Blöð og skriffæri verða fyrir framan hverja deild sem hægt er að nota til að skrá niður nafn bókar, kafla í framhaldssögu eða númer blaðsíðna sem lesnar eru ásamt nafni barnsins. Einnig skrá bækur sem eru lesnar á móðurmáli barsins ef það er ekki íslenska.

Börnunum finnst yfirleitt mjög gaman að taka þátt og það hefur myndast samkeppni á milli sumra deilda um hverjir eru með lengsta orminn og flestar bækur.

Ormurinn eru út október og við hlökkum til að sjá hversu margar bækur verða lesnar á þessu tímabili.

Góða skemmtun