Starfsreglur foreldraráðs leikskólans Stekkjaráss

Foreldraráð starfar samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008

  1. Hlutverk foreldraráðs
    1. Að gefa umsagnir til leikskóla og nefndar, sbr. 2. mgr. 5. gr um skólanámskrá og aðrar áætlanir sem varða starfsemi leiksólans.
    2. Þá skal ráðið fylgjast með framkvæmd skólanámskrár og annarra áætlana innan leikskólans og kynningu þeirra fyrir foreldrum.
    3. Foreldraráð hefur umsagnarrétt um allar meiriháttar breytingar á leikskólastarfi.
    4. Foreldrar barna á Stekkjarás geta leitað beint til foreldraráðsins ef málefni eru þess eðlis að foreldrar vilja ekki leita til leikskólans beint. Foreldraráðið metur hvert tilfelli f. sig og ákveður á fundi framhald málsins, hvort það sé tilkynnt leikskólastjóra Stekkjaráss eða hvort nauðsyn þykir að hafa samband við skólayfirvöld í Hafnarfirði.
  2. Kosning fulltrúa
    1. Kjósa skal foreldraráð við leikskóla og skal leikskólastjóri hafa frumkvæði að kosningu í ráðið.
    2. Í foreldraráði sitja að lágmarki þrír foreldrar og að hámarki sjö.
    3. Kosning skal fara fram til foreldraráðs í september á hverju ári og skal kostið til eins árs í senn.
    4. Stefnt skal að því að foreldrar barna af sem flestum deildum leikskólans séu í ráðinu.
    5. Kjósa skal ritara sem ber að rita fundargerðir á foreldraráðsfundum, á fyrsta fundi ráðsins. Senda skal leikskólastjóra fundargerðir hvers fundar sem skal eftir ráðum birta á heimasíðu leikskólans.
    6. Leikskólastjóra ber að starfa með foreldraráði sem jafnframt ber að starfa skv. reglum Hafnarfjarðar. Vernda skal orðstýr og vegferð leikskólans til hins ýtrasta.
    7. Aðalfundur foreldraráðsins skal haldinn samhliða aðalfundi foreldrafélags leikskólans að hausti á hverju ári.
  3. Starfsreglur
    1. Helstu verkefnin eru að fjalla um skólanámskrá, skóladagatal, starfsáætlun, fjárhagsáætlun og aðrar áætlanir um leikskólastarfið og skal veita umsögn sé þess óskað.
    2. Fjalla um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á starfsemi leikskólans og gefa umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar.
    3. Gefa umsögn um ýmis málefni sé þess óskað.
    4. Fylgjast með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.
    5. Taka þátt í að móta stefnu og sérkenni leikskólans og tengsl hans við grenndarsamfélagið.
    6. Foreldraráðið skal ekki fjalla um málefni einstakra nemenda, foreldra eða kennara leikskólans.
    7. Vinna að auknu samstarfi við foreldraráð annarra leikskóla í Hafnarfirði.
    8. Foreldraráði er skylt að setja sér starfsáætlun til eins skólaárs í senn, m.a. um að tíðni funda, boðun þeirra og undirbúning. Leikskólastjóri getur einnig boðað reglulega til funda.
    9. Samþykki amk þriggja meðlima foreldraráðs þarf að liggja fyrir hverri fundargerð sem og öðrum samþykktum ráðsins sem eru gerðar í nafni foreldraráðsins og leikskólans.
    10. Fundir skulu vera boðaðir með góðum fyrirvara, eða amk viku og skulu haldnir á tímum utan venjubundins vinnutíma, eða að öðrum kosti koma sér saman um tíma sem er hentugastur fyrir alla fulltrúa foreldraráðsins.
    11. Foreldraráðið skal halda amk einn fund á hvorri önn eftir aðalfund að hausti.
  4. Starfstími
    1. Foreldraráð starfar að jafnaði frá september til maí. Heimilt er að kalla það saman á öðrum tíma beri brýna nauðsyn til.
  5. Annað
    1. Fulltrúum í foreldraráði er skylt að gæta þagmælsku um þau atriði sem leynt skulu fara samkvæmt lögum, fyrirmælum og/eða eðli málsins.
    2. Fulltrúi úr foreldraráði skal sitja fundi fræðslunefndar þegar foreldrafulltrúi á að vera frá Stekkjarási.
    3. Ef kosið er um breytingar á samþykkt þessari ber að boða til auka aðalfundar og kjósa til nýs foreldraráðs. Auka aðalfundur skal boðaður með amk tveggja vikna fyrirvara með bréfi sem er sent heim til allra foreldra barna á leikskólanum Stekkjarási. Til að fundur teljist lögboðinn þarf samþykki að minnsta kosti 15 foreldra skráðra barna í leikskólanum.

Hafnarfjörður 08.11.2010