news

Jarðleir, einingakubbar og listaverk

10 Mar 2017

Það er alltaf nóg að gera hjá okkur á Þúfu. Undanfarnar vikur höfum við unnið mikið með jarðleir í Flæði ásamt Michelle. Þar höfum við átt rólega stund og dundað okkur við að kanna þennan skemmtilega efnivið sem jarðleirinn er.

Einingakubbarnir okkar hafa verið í salnum ásamt öllum einingakubbum skólans og við höfum notið þess að kubba í stærra rými með fleiri kubbum.

Listaverkið á myndinni var unnið eftir að Blásteinn sendi okkur áskorun um að búa til listaverk úr 100 hlutum.