Hvíld í skóginum
19 maí 2017
Í gær vorum við mikið úti. Um morguninn voru við úti í garði í stöðvavinnu þar sem í boði var að smíða, búa til hljóðfæri, sápukúlur, grilla epli yfir eldstæðinu, leikir og fleira. Eftir hádegismatinn fóru svo eldri börnin í skógarferð og þá var gott að setja upp hengirúmin til að hvíla sig aðeins. Skógurinn er að verða fagurgrænn og hann iðar af lífi. Við sáum stóra og flotta býflugu, fullt af sniglum og fullt af fíflum sem fóru vel í blómvönd.






Góða helgi.