news

Orðið er úti.

18 maí 2017

Ef við værum að velja okkur orð til að vinna með á Blásteini þessa dagana væri það sennilega orði ÚTI, það kemur til af því að við höfum verið mjög mikið úti þessa dagana, farið í útidag á Víðistaðatún með elstu börnum leikskólans, farið í nokkrar skógarferðir í útiveru, sett upp útistöðvar í útiveru og svo má ekki gleyma útiveru þar sem börnin finna sér verkefni tengt áhuga sínum. Í fataklefanum þarf að klæða sig í útifötin sem er þó nokkuð verkefni þessa dagana þar sem sumarið er eitthvað að spara við sig hlýjindin.

kv. frá Blásteinsgenginu.