Leikskólinn Stekkjarás, Ásbraut 4, Hafnarfirði, tók til starfa 8. september 2004. Skólinn er átta deilda og er í eigu Hafnarfjarðarbæjar, sem einnig sér um rekstur hans. Heildarstærð skólans er 1358 m² og leikrými 590 m². Leikskólinn er opinn alla virka daga fyrir utan skipulagsdaga og sumarlokanir. Hann opnar á morgnana kl. 7:30 og honum er lokað kl. 17:00. Starfsmannafjöldi miðast við fjölda barna og aldur þeirra. Við leikskólann eru þrjár ungbarnadeildar starfræktar. Á ungbarnadeildum eru börnin færri en á hinum deildunum. Aðrar deildar skólans eru aldursblandaðar.
Á Stekkjarási störfum við eftir starfsaðferðum Reggio Emilia og endurspeglast sú uppeldissýn í öllu starfi skólans. Það sem einkennir Stekkjarás er m.a skapandi hugsun, notkun opins efniviðar í listsköpun, útinám, leikurinn, aldursblöndun, sérkennsla og gott foreldrasamstarf.
Í Stekkjarási -
-
hefur hvert barn hæfileika og getu.
-
er umhverfið þriðji kennarinn, barnið lærir af fullorðnum, öðrum börnum og umhverfinu.
-
er það ábyrgð og samvinnuverkefni samfélagsins að ala upp börnin.
-
eiga börn rétt á því að fá ögrandi verkefni sem efla getu þeirra til að takast á við lífið.
-
á menntun að stuðla að því að börn verði frumkvöðlar en ekki fylgjendur.
-
er lýðræði réttur barna.
-
eru börn klár og mikils megnug.
Einkunnarorð leikskólans eru:
"Hugmyndir barnsins - Verkefni dagsins"