Uppskeruhátíð Glaðheima

19 Apr 2017

Síðasta vetrardag buðu kennara og nemendur foreldrum til uppskeruhátíðar. Tekið var á móti foreldrum með söng og af því búnu var boðið upp á sýningu á myndlistarverkum barnanna frá vorönn. Það er einn af hornsteinum vinnuaðferða Reggio Emilia að vera með gott samstarf á milli heimilis og skóla. Með því að bjóða foreldrum í skólann og kynna fyrir þeim starf barnanna gerum við þá að þátttakendum í upplifun og sköpun þeirra. Það er byggir upp sameiginlega reynslu foreldra og barna af jákvæðu og uppbyggilegu skólastarfi.

Elstu börnin á Glaðheimum tóku þá lýðræðislegu ákvörðun að kanna Apótek. Farið var í vettvangsferðir, upplýsingum aflað á netinu, gerðar voru kannanir og að lokum var byggt eitt stykki apótek á deildinni úr endurnýttum efnivið.