Sólinn & Sköpun

18 Apr 2017

Sköpun er einn af grunnþáttum menntunar. Sköpun leiðir til sköpunargleði sem vísar til námsáhugans þegar börn og ungmenni skynja merkingu viðfangsefnanna og gildi þeirra. Sköpunarþrá á sér rætur í meðfæddri forvitni, athafnaþrá og stuðlar að frumkvæði einstaklingsins.

Spurningin ,,Hvenær kemur sumar?‘‘ vaknar hjá börnum þegar sól byrjar að láta sjá sig með hlýnandi veðrið. Í enda mars komu tveir yndislegir sólríkir dagar þar sem hjólin voru fyrst dregin út eftir langan vetur og merki um vor og sumar lá í loftinu. Í kjölfar þess vöknuðu upp spurningar hjá Sólgarðsbörnum um hvenær komi sumar og umræða myndaðist um hvenær við vitum að sumarið sé komið. Börnin á sólgarði voru sammála um að sól, blóm, lauf og gras eru merki um sumar. Hugmynd kom upp að gera stóra gula sól inná Sólgarð fyrir Sumardaginn fyrsta meðan beðið er eftir ,,alvöru‘‘