Skeljadrottningin

06 Júl 2017

Það er nauðsynlegt að bjóða upp á fjölbreyttan efnivið til að þjálfa skapandi hugsun og ýta undir lausnaleit. Jarðleir er opinn efniviður sem örvar öll skynfæri og gefur ótal mörg tækifæri til sköpunar. Þegar horft er á börn sem fengið hafa frelsi til leiks með opinn efnivið verður nám barnanna og lærdómur sýnilegur. Myndbandið sýnir sjálfsprottin leik með jarðleir, þar sem eitt barn byrjaði og fleiri tóku svo undir. Í þessu myndbandi leynist dýrmætt nám.