Reynsluboltar

19 Maí 2017

Hafnarfjarðarbær hefur tekið upp þann sið að heiðra þá starfsmenn sem hafa unnið 25 ár samfellt hjá bænum. Sl. þriðjudag var haldið samsæti í Hafnarborg þar sem þessum starfsmönnum voru veittar viðurkenningar en auk þess var þeim líka veittar viðurkenningar sem höfðu unnið lengur en 25 ár samfellt. Því var þetta ansi stór hópur í þetta skiptið eða 45 manns sem fengu viðurkenningar. Tveir starfsmenn Stekkjaráss voru þar á meðal en það voru þær Guðný Steina Erlendsdóttir, leikskólakennari og deildarstjóri á Glaðheimum, sem unnið hefur 32 ár samfellt hjá bænum og Margrét Stefanía Gísladóttir, leikskólakennari og deildarstjóri á Álfheimum sem unnið hefur 25 ár samfellt hjá bænum. Við hér í Stekkjarási erum þakklát fyrir að hafa svona reynslu mikið og tryggt fólk í starfsliðinu. Til hamingju Steina og Margrét.