Kór Hrafnistu í heimsókn

11 Maí 2017

Í dag kom kór Hrafnistu í heimsókn til okkar. Það er löngu orðin hefð fyrir því að þau komi og syngi með okkur. Það er okkur mikilvægt að fá að blanda geði við eldri kynslóðina. Það eykur tilfinningu okkar fyrir því að við búum í samfélagi. Sem með fjölbreytileika sínum myndar eina heild, sem við öll tilheyrum.